eftir Ragnar Viktor Karlsson

Andleg Vakning

Andleg fræðibók

Andleg vakning fjallar um andlega vakningu og för höfundar. Sagt er frá atburðum úr æsku sem höfðu djúpstæð áhrif á lífsviðhorf hans. Bókin lýsir hvernig andlega vakningin hófst og hinni andlegu för sem síðan tók við í hægum en jöfnum skrefum. Margar hindranir urðu á veginum sem og krefjandi áskoranir, að takast á við sjálfan sig og sigrast á kvíðanum og að læra að lifa óttalausu lífi.

Fjallað er um þær miklu umbreytingar sem áttu sér stað bæði andlegar sem og líkamlegar og hvernig andlegur þroski jókst jafnt og þétt sem og hækkandi meðvitund.  

Stór hluti bókarinnar fjallar um þá kennslu og leiðsögn sem höfundur fékk hjá kennara sínum sem vísaði veginn eftir hinum hlykkjótta vegi andlegrar opnunar, veginum sem liggur til lífsins og eilífs frelsis.

Rithöfundurinn

Ragnar Viktor

Ragnar Viktor er rithöfundur og andlegur kennari sem miðlar af reynslu frá sinni andlegu vakningu og opnun og úr viskubrunni sálarinnar.

Bækurnar og kennslan hjálpar fólki að öðlast andlegan þroska og hækkandi meðvitund. Að vakna til meðvitundar um sjálfan sig, hugsanir sínar og tilfinningar og losna undan fjötrum óttans, öðlast dýpri skilning á sjálfum sér og öðrum. Að upplifa sanna hamingju, gleði og kærleika í lífinu og hið sanna frelsi sem býr innra með hverjum og einum.

{

Þú ert eilíf sál í dauðlegum líkama

Óttast eigi lífið né dauðann

Útgefnar bækur

Viska til frelsis

Útgáfuár: 2024

Tungumál: Íslenska

Andleg fræðibók

Wisdom to Freedom

Útgáfuár. 2024

Tungumál: Enska

Andleg fræðibók

Frelsi og fjötrar

Útgáfuár: 2024

Tungumál: Íslenska

Andleg fræðibók

Freedom and Shackles

Útgáfuár. 2024

Tungumál: Enska

Andleg fræðibók

Andleg Vakning

Útgáfuár. 2024

Tungumál: Íslenska

Andleg fræðibók

Konungur án Krúnu

Útgáfuár: 2016

Tungumál: Íslenska

Skáldsaga þar sem andlegur fróðleikur fléttast inní söguþráðinn

Sannleikurinn

Útgáfuár. 2020

Tungumál: Íslenska

Andleg fræðibók

The Truth

Útgáfuár: 2021

Tungumál: Enska

Andleg fræðibók

Fylgstu með á Amazon

Væntanlegir Viðburðir

Engir væntanlegir viðburðir.

Viðburðir auglýstir síðar

July 23, 2018

Auglýst síðar

Væntanlegir viðburðir…

Bloggin mín

Fylgstu með